Multivac er leiðandi í sölu á pökkunarlausnum fyrir framleiðslufyrirtæki í fisk, kjöt, grænmeti og tilbúnum réttum. Hvers kyns vélar fyrir pökkunarlínur, filmur, bakkar, vacumpokar og fleiri umbúðir getum við boðið uppá.

Þegar kemur að bakarageiranum erum við kannski ekki þekktasta nafnið, en árið 2022 munum við byrja okkar vegferð í bakarageiranum af fullum krafti. Árið 2019 keypti Multivac Fritsch-group bakery equipment https://www.fritsch-group.com/en/ og þar með opnuðust tækifæri fyrir frekara samstarf við framleiðslu bakarí. Við höfum gefið okkur góðan tíma til að semja við fremstu tækjaframleiðendur og trausta birgja til þess að þjónusta iðnaðinn sem best. Einnig starfa hjá okkur 4 tæknimenn sem þjónusta allar þær vélar og varahluti sem við seljum
Með þessum samstarfsaðilum getum við útvegað allan helsta tækjabúnað og vélar sem þarf í rekstur bakaría.
Rúlluvélar, brauða og sætabrauðslínur, rekka-ofnar, steinofnar, pizzaofnar og færibandaofnar, hefskápar, kæli og frystiskápar, áfyllingatæki/skammtarar, deig og massa hrærivélar, vatnsmælar, pökkunarvélar, brauðskurðarhnífar, bökunarrekkar og bökunarplötur, afvigtarar, kúlari, hvíliskápur, ofl.

Hjá okkur starfar bakarameistari sem tekur glaður við öllum ykkar fyrirspurnum. Rúnar Helgason sími 892-1190

Helstu samstarfsaðilar

Til þess að matvælaframleiðendur geti sent vörur frá sér og selt til neytenda þarf að pakka þeim í umbúðir. Helstu kostir þess að pakka inn matvælum í umbúðir eru augljósar:

- Snerti og smitvörn

- Lengri líftími í sumum tilfellum

- Umbúðir geta verið góð auglýsing

Sölumenn okkar hafa fagþekkingu hver á sínu sviði og geta ráðlagt viðskiptavinum með val á umbúðalausnum sem henta hverju sinni.

Ekki hika við að hafa samband og við klárum málið með ykkur.

Sími: 554-2100 eða netfang: sala@is.multivac.com

Hjá okkur finnur þú margar lausnir í umbúðum fyrir pökkun á matvælum.

 

  • Álbakkar

  • Bakkar-Plast (PP, PET, APET, CPET, rPET )

  • Dósir PET og PP

  • Filmur mikið úrval

  • Glerkrukkur og lok á glerkrukkur

  • Laxaspjöld

  • Vacumpokar, Herpipokar og Suðupokar

  • Pappaspjöld og bakkar

  • Þerrimottur